fbpx

Fékk heilablóðfallþegar hann var einn á næturvakt

Ég ætla að nota aukinn frítíma til að vera með fjölskyldu og vinum. Ég á þrjú börn og fjögur barnabörn svo það er nóg um að vera,“ segir Garðar Svansson fangavörður.

Ég ætla að nota aukinn frítíma til að vera með fjölskyldu og vinum. Ég á þrjú börn og fjögur barnabörn svo það er nóg um að vera,“ segir Garðar Svansson fangavörður. Hann þekkir vel til þess álags sem vaktavinnufólk glímir við og fékk heilablóðfall þegar hann var einn á næturvakt ekki alls fyrir löngu. „Stytting vinnuvikunnar yrði heilsueflandi og myndi minnka stress og álag, ekki síst fyrir vaktavinnufólk.

Betri líðan og aukin starfsánægja

Mælingar af árangri af því að stytta vinnuvikuna sýna marktækt betri líðan og aukna starfsánægju. Framleiðni hélst óbreytt þrátt fyrir styttri vinnutíma. 

Skammtímaveikindi drógust saman með styttri vinnuviku. Dregið hefur úr andlegum og líkamlegum einkennum álags og hefur líðan starfsfólks bæði heima og í vinnunni batnað.

Þú gætir haft áhuga á þessu

Nýbakaður faðir spenntur fyrir styttingu...

Lesa meira

Allir heim fyrir klukkan 15...

Lesa meira

Kaffipásur ekki á útleið...

Lesa meira