fbpx

Athygli út fyrir landsteinana

Tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar hafa vakið athygli út fyrir landsteinana. Elín Oddný Sigurðardóttir borgarfulltrúi mætti í viðtal í vinsælu hljóðvarpi Eds Miliband og Geoffs Lloyd, Reasons to be Cheerful, og ræddi styttingu vinnuvikunnar hjá Reykjavíkurborg.

Elín var spurð um viðbrögð stjórnenda við styttingunni og útskýrði að vinnustaðirnir hefðu þurft að sækja um og því hefði viðhorfið þurft að vera jákvætt bæði hjá starfmönnum og stjórnendum. Mikilvægt sé að engum hafi verið skipað að vera með.

Feminísk aðgerð

Hún sagði að hún hefði aldrei getað ímyndað sér að nokkrar stundir á viku gætu skipt svona miklu máli fyrir starfsánægju, streitustig og jafnvægi milli einkalífs og vinnu.

Elín lagði áherslu á að þetta væri feminísk aðgerð því styttri vinnuvika hefði áhrif til aukins jafnréttis kynjanna. Hún útskýrði fyrir spyrlunum að á Íslandi sé mjög hátt hlutfall atvinnuþáttöku kvenna og þær beri jafnframt ábyrgð á meirihluta heimilisstarfanna og þess vegna sé styttri vinnuvika svo mikið jafnréttismál.

Gæði vinnunnar, ekki fjöldi stunda

Miliband og Lloyd ræddu ennfremur við Margeir Steinar Ingólfsson stjórnarformann Hugsmiðjunnar og ráðgjafa en Hugsmiðjan hefur tekið upp sex tíma vinnudag með góðum árangri. Margeir sagði að stóra spurningin sem stjórnendur hefðu þurft að spurja sig væri hvort þeir ættu að mæla gæði vinnunnar í stundum sem eytt er á skrifstofunni eða í gæðum þeirrar vinnu sem fyrirtækið skilar af sér.

Til þess hafi þurft að breyta vinnumenningunni sem er ekki auðvelt verk. Okkur sé kennt frá unga aldri, ekki síst á Íslandi, að þú verðir að fylgja reglunum eða verða utanvelta. Ef þú vinnur lengi ertu hetja. Á sama tíma þurfi að standa sig heima og vera fullkominn eiginmaður og faðir og þar fram eftir götunum. Þetta sé púsl sem er erfitt að leysa.

Hann útskýrði að það hefði dregið úr veikindum og framleiðin aukist. Ástæða þess sé meðal annars að starfsfólk mæti úthvílt í vinnunna, sé minna stressað og með betri einbeitingu.

Í stóra samhenginu er spurningin sem við þurfum öll að spyrja okkur þessi: Hver er tilgangurinn með því að skapa öll þessi verðmæti ef það gerir okkur ekki hamingjusamari?

Hægt er að hlusta á samtalið í heild sinni í 75. þætti hlaðvarpsins sem hafði undirtitilinn, Reasons to be Icelandic: Gender Equality, 6 hour days and ‘hidden people’.

Þú gætir haft áhuga á þessu

Ekki lögmál að vinna átta tíma á dag...

Lesa meira

Fékk heilablóðfallþegar hann var einn á næturvakt...

Lesa meira

Munar um að geta sótt fyrrá leikskólann...

Lesa meira