fbpx

Ekki lögmál að vinna átta tíma á dag

Hugsmiðjan hefur stytt vinnudaginn í sex klukkustundir með góðum árangri. Styttingin hefur haft góð áhrif á starfsanda og fólk mætir jákvæðara til vinnu.

Vinnuvikan stytt

Hugsunin er að starfsfólk Hugsmiðjunnar, sem er sérhæft í þróun stafrænna lausna og markaðs­setningu á vefnum, vinni á vinnutíma en haldi persónulegum erindum þar fyrir utan. Deginum er í raun skipt upp í tvær þriggja tíma lotur með hádegismat inni á milli.

Minni vinna minnkar líkurnar á því að fólk keyri sig út í starfi. „Það er að okkar mati rangur hugsunarháttur því ef þú keyrir þig út er það ávísun á að það hrikti í grunnstoðunum þínum, sem eru næring, svefn, hreyfing og samskipti. Það getur verið algjör vítahringur og í raun og veru ávísun á kulnun í starfi, þunglyndi og kvíða sem er svolítið vandamálið sem við erum að glíma við í samfélaginu í dag,“ segir Margeir í viðtalinu.

Aukin lífsgæði og meiri arðsemi

Við gerðum þetta með það að aðalmarkmiði að auka lífsgæði starfsfólks og fjölskyldu þess en í leiðinni vorum við að auka gæði þjónustu okkar og þeirra vara sem við setjum á markað. Við trúum því að ánægt starfsfólk sé hamingjusamara fólk og ánægt starfsfólk gerir viðskiptavini okkar ánægða, sem leiðir af sér að fyrirtækið verði betra. Þetta er pínulítið öfug forgangsröðun við fyrirtæki sem eru á markaði sem hafa það aðalmarkmið að hámarka arðsemi, en endaniðurstaðan er sú að arðsemi okkar verður meiri og það er það magnaða við þetta.

Viðtalið í heild sinni er hægt að lesa hér.

Við gerðum þetta með það að aðalmarkmiði að auka lífsgæði starfsfólks og fjölskyldu þess en í leiðinni vorum við að auka gæði þjónustu okkar og þeirra vara sem við setjum á markað.

Þú gætir haft áhuga á þessu

Hræðsla við breytingar...

Lesa meira

Kaffipásur ekki á útleið...

Lesa meira

Minna álag, meiri afslöppun...

Lesa meira