fbpx

Þurfum tíma til að bara vera

Hraðinn og áreitið er mikið í þjóðfélaginu og til mikils að vinna að fá fleiri klukkutíma með fjölskyldunni með styttri vinnuviku. Nánast hver klukkutími er bókaður í dagskipulagi barna, meðal annars vegna mikillar vinnu foreldra.

„Það gefst lítill tími fyrir þau að fá bara „að vera“ og kynnast sjálfum sér í stað þess að sogast inn í ský samfélagsins,“ segir Anna Dóra Frostadóttir núvitundarkennari í samtali við Fréttablaðið.

Mikilvægt er að börnin fái tækifæri til að velta fyrir sér hvað þeim sjálfum finnst, ekki bara því sem samfélagið segir að sé töff og sniðugt.

Eitt í einu

Er mikilvægt að minnka áreitið þegar hægt er?

Ef maður er að hlusta á barnið sitt, að hlusta á það heilshugar án þess að vera að gera eitthvað annað á sama tíma, eins og að vinna í tölvunni.

„Já, tvímælalaust og gera bara eitt í einu. Þegar maður er að borða, að vera bara að borða, ekki hafa sjónvarpið eða útvarpið í gangi. Ef maður er að drekka morgunkaffibollann, að veita þeirri upplifun alla sína athygli. Og ef maður er að hlusta á barnið sitt, að hlusta á það heilshugar án þess að vera að gera eitthvað annað á sama tíma, eins og að vinna í tölvunni.“

Við þurfum tíma til að vera í þögn, tíma sem fólk hefur ekki alltaf í dag.

Þögn getur hjálpað til við að endurtengjast sjálfum sér en líka er mikilvægt að kunna að takast á við áreitið.

„Það er máttur þjálfunar hugans að láta ekki trufla sig og geta fundið þögnina innra með sjálfum sér þrátt fyrir erilinn allt um kring,“ segir Anna Dóra.

„Það er eðli hugans að reika burt og með hugarþjálfun er hægt að beisla hann aðeins og ná tökum á honum svo athyglin hvíli á því sem maður vill að hún hvíli á hverju sinni. Við búum öll yfir þessum bjargráðum, það þarf bara að virkja þau.“

Viðtalið í heild sinni er að finna hér.

Þú gætir haft áhuga á þessu

Auðvitað ánægðari í starfi...

Lesa meira

Ekki lögmál að vinna átta tíma á dag...

Lesa meira

Stytting styrkir tungumálið...

Lesa meira