fbpx

Meiri tími með börnunum

Harpa Steingrímsdóttir, sjúkraliði fagnar áherslum á styttingu vinnuvikunnar.

Vaktavinna

Ég er í vaktavinnu og í 80 prósent starfshlutfalli. Það er bara allt of mikið álag að vera í 100 prósent vinnu þegar maður þarf að sjá um þrjú börn og heimilið. 

Starf sjúkraliða er erfitt, bæði andlega og líkamlega og það myndi hjálpa mér mjög mikið að stytta vinnuvikuna.

Ég gæti eytt meiri tíma með börnunum og líka náð að sinna sjálfri mér aðeins betur svo ég geti sinnt starfinu, sem ég elska, betur.

Ég gæti eytt meiri tíma með börnunum og líka náð að sinna sjálfri mér aðeins betur svo ég geti sinnt starfinu, sem ég elska, betur.

Kjarakönnun

Í síðustu kjarakönnun BSRB kom fram skýr vilji fólks til að vinna minna. Vinnan hafi neikvæð áhrif á samverustundir með fjölskyldu, fólk upplifir þreytu og álag í störfum sínum. Áhrifin eru sú að veikindadögum fjölgar og langvarandi fjarvistir frá vinnu vegna álagstengdra veikinda hafa aukist.

Gæðastundir með fjölskyldunni

Styttri vinnuvika auðveldaði barnafjölskyldum að samræma vinnu og einkalíf og minnka álag sem er á heimili sér í lagi tengt skutli barna í vistun og tómstundir auk þess sem samverustundum fjölskyldna fjölgaði. Að auki upplifðu þátttakendur sig afslappaðri og rólegri og höfðu samskipti við vinnufélaga og fjölskyldumeðlimi batnað.

Minna álag

Vinnutengt álag minnkaði um 1,6% þegar stytting jókst um eina klukkustund. Einstaklingar sem fá þrjár klukkustundir í styttingu á viku finna því fyrir um 5% minna af vinnutengdu álagi að jafnaði.

Þetta eykur líkur á að konur geti unnið í staðinn fyrir að vera í einhverju bölvuðu basli að ná öllu saman. Þetta eykur jafnrétti kynjanna finnst mér og bara andlega heilsu, fjölskyldulíf og tengsl við börnin.

Þú gætir haft áhuga á þessu

Fékk heilablóðfallþegar hann var einn á næturvakt...

Lesa meira

Kaffipásur ekki á útleið...

Lesa meira

Stytting lýðræðislegt samtal...

Lesa meira