fbpx

Hræðsla við breytingar

Guðrún Snorradóttir stjórnendamarkþjálfi og formaður Félags um jákvæða sálfræðiþróa hefur skoðað þær breytingar á vinnumarkaði sem eru í vændum með aukinni sjálfvirkni. Hún hefur velt fyrir sér þeirri hæfni sem stjórendur og starfsmenn þurfi að þróa með sér til að vaxa og verða betri.

„Taugavísindin segja að það sem við veitum athygli, það vex. Við erum alltaf að búa til veruleika okkar með því hvernig við bregðumst við og hvernig við kjósum að vera,“ segir Guðrún í viðtali við Fréttablaðið.

Fyrsta viðbragðið er ótti, það er líffræðilegt viðbragð við breytingum. Maður þarf að taka máttinn til baka og ákveða hver maður vill vera í þessu nýja mengi.

„Fyrsta viðbragðið er ótti, það er líffræðilegt viðbragð við breytingum. Ég reyni að hvetja mína viðskiptavini út frá áhuga og forvitni. Maður þarf að taka máttinn til baka og ákveða hver maður vill vera í þessu nýja mengi,“ segir hún og hvetur sömuleiðis fólk til að spyrja sjálft sig hvað það þurfi að gera til að verða færara í sínu starfi.

Gervigreind og reikniforrit taka við mörgum störfum

„Þá skiptir máli að þekkja sjálfan sig. Rannsóknir sýna að þessi mannlegi þáttur hefur líklega aldrei verið jafn mikilvægur. Gervigreind og reikniforrit eru að fara að taka við mörgum störfum sem við sinnum í dag en það verður margt annað til í staðinn,“ segir Guðrún, sem hefur rannsakað hvað geti verið samkeppnisforskot okkar sem manneskja fyrir framtíðina.

„Ekki það að maður vilji horfa á einstaklinginn sem söluvöru en staðreyndin er samt sem áður þessi að við erum á leiðinni inn í tíma þar sem við þurfum að sýna hvað í okkur býr; búa til sérstöðu í kringum hvaða reynslu við höfum og hver við erum,“ segir hún.

„Þegar ég tala um þennan mannlega þátt þá er ég að tala um hluti eins og tilfinningagreind, að vera góður í samskiptum og vera þrautseigur,“ segir Guðrún og bætir við að sköpunargáfa sé styrkleiki.

„Við erum í hringiðu stórra verkefna umhverfislega og þurfum sköpunargáfu og lausnamiðaða hugsun.“

Viðtalið í heild sinni má lesa hér.

Þú gætir haft áhuga á þessu

Meiri orka fyrir heilsurækt...

Lesa meira

Nýbakaður faðir spenntur fyrir styttingu...

Lesa meira

Nýti tímann í hestadellu og alls konar...

Lesa meira