fbpx

Álagið er svo mikið á mínum vinnustað, hvernig á að vera hægt að stytta vinnuvikuna?

Áður en farið var í styttingu voru framkvæmdar skipulagsbreytingar varðandi vinnufyrirkomulag, verklag, samvinnu og tímastjórnun til að ná fram markmiði um gagnkvæman ávinning starfsmanna og vinnustaðarins. Stjórnendur hafa litið á það sem tækifæri til umbóta og segja að þó vissulega sé það átak til að byrja með græði allir á því til framtíðar litið, enda hægt að vinna styttri vinnudag en skila engu að síður sömu eða meiri afköstum á vinnustöðum þar sem unnið er í dagvinnu. Starfsfólkið sjálft þekkir sín störf best og hvar tækifærin liggja til að stytta vinnuvikuna en jafnframt viðhalda heildarafköstum vinnustaðarins.