fbpx

Ef ég er í vaktavinnu af hverju ætti ég að vilja hækka við mig í starfshlutfalli en ekki taka tilfallandi yfirvinnu?

Breytingarnar hafa það í för með sér að betra er að vera í hærra starfshlutfalli en að taka tilfallandi yfirvinnu. Ástæður þess eru m.a.:

  • Vaktaálag hefur hækkað á næturvöktum, 65% vaktaálag á næturvaktir virka daga og 75% vaktaálag á næturvöktum um helgar. Tímakaup með álagi 65% og 75% er hærra en tímakaup í yfirvinnu.
  • Vægi vinnustundar eykst utan dagvinnutíma í föstu starfi. Vægi hverrar vinnustundar á álagi 33% og 55% er metið á 1,05 og vægi vinnustundar á álagi 65% og 75% er metið á 1,2.
  • Vaktahvati eykst við aukið starfshlutfall og aukna vaktabyrði sem getur skilað allt að 12,5% af mánaðarlaunum að teknu tilliti til starfshlutfalls.
  • Meirihluti vaktavinnufólks er í hlutastarfi. Það sýnir að skekkja er í kerfinu þegar fáir treysta sér til að vera í 100% starfi. Breytingunni er ætlað að bregðast við því og þannig gengið langleiðina að kröfu BSRB til margra ára um að viðurkenna eigi að 80% starf í vaktavinnu jafngildi 100% starfi í dagvinnu. Starfsfólk sem er í 90% starfi eða lægra getur aukið við sig starfshlutfall sem nemur a.m.k. 10 - 12%. Þeir sem eru með þyngstu vaktabyrðina og í 80% starfi gætu farið í 100% starf án þess að vinna meira. Ávinningurinn yrði þá gagnkvæmur fyrir starfsmenn og starfsemi, þ.e. starfsmenn fá hærri laun og starfsemin meiri festu þar sem mönnunargat minnkar.