fbpx

Á mínum vinnustað búum við mikinn sveigjanleika og fáum til dæmis að fara tvisvar í viku í líkamsrækt. Verður því hætt þegar vinnuvikan verður stytt?

Til að stytting vinnuvikunnar stuðli einnig að skýrari skilum milli vinnu og einkalífs en sömu afköstum er þó ráðlagt að dregið sé sem mest úr skreppi. Almennt hefur myndast sú vinnustaðamenning þar sem vinnuvikan hefur verið stytt að fólk skreppur almennt ekki frá vinnu, vinnur vel og skipulega á meðan það er í vinnunni og skilar umsömdum vinnutíma, hvorki meira né minna.