Sif Guðmundsdóttir
Ég vil stytta vinnuvikuna fyrst og fremst til að geta sinnt fjölskyldunni betur, en svo væri líka mjög gott að geta stundað líkamsrækt áður en maður sækir börnin einhverja daga
Ég vil stytta vinnuvikuna fyrst og fremst til að geta sinnt fjölskyldunni betur, en svo væri líka mjög gott að geta stundað líkamsrækt áður en maður sækir börnin einhverja daga,“ segir Sif Guðmundsdóttir tollsérfræðingur. Hún á tvö lítil börn og segir mikilvægt að geta eytt sem mestum tíma með fjölskyldunni, en það er ekki alltaf auðvelt fyrir fólk sem vinnur vaktavinnu.
Fólk þarf svigrúm fyrir endurheimt
Eitt algengasta ráðið við streitu á vinnustað fyrir utan endurskoðun starfsumhverfis er að skapað sé svigrúm til að starfsfólk hvílist, sinni áhugamálum, stundi líkamsrækt, útiveru og skýr skil séu sett milli vinnu- og einkatíma.
Sænsk rannsókn sýnir fram á fylgni sex tíma vinnudags og betri svefns ásamt minni streitu. Skortur á endurheimt getur leitt til ofþreytu og svefntruflana en besta lausnin við því er aukinn frítími.