fbpx

Ásta Sigurðar­dóttir

Ég á átta barnabörn og vil gjarnan gefa þeim meiri tíma

Ég á átta barnabörn og vil gjarnan gefa þeim meiri tíma,“ segir Ágústa Sigurðardóttir, bílstjóri hjá Strætó BS, um hvernig hún ætlar að nýta aukinn frítíma með styttingu vinnuvikunnar. Hún segir mikilvægt að minnka álagið á bílstjóra og stytta vaktirnar. „Við verðum voðalega lúin og þreytt eftir kannski tíu tíma vakt. Við þurfum bara á hvíldinni að halda.

Aukin lífsgæði og hamingjusamara samfélag

Með styttri vinnuviku verða skilin milli vinnu og einkalífs skýrari með betra skipulagi vinnutíma. Starfsumhverfið verður betra og það dregur úr fjarveru vegna veikinda. Styttri vinnuvika felur í sér aukin lífsgæði starfsfólks og stuðlar að hamingjusamara samfélagi.

Lögfestum styttinguna

Stefna BSRB er að lögfesta þurfi styttingu vinnuvikunnar í 35 stundir í dagvinnu og að vinnuvika vaktavinnufólks verði 80% af vinnutíma dagvinnufólks án launaskerðingar.