fbpx

Munar um að geta sótt fyrrá leikskólann

Það myndi muna mestu fyrir mig að ná að sækja fyrr á leikskólann og fá meiri tíma með krökkunum. Svo myndi ég fá meiri tíma til að fara út í göngutúra og í fjallgöngur.

Afköst umfram viðveru

Viðmið um vinnusemi hafa breyst úr áherslu á lengd vinnutíma í afköst á vinnutíma. Yngri kynslóðir Íslendinga kjósa að vinna styttri vinnutíma og eiga meiri tíma fyrir tómstundir og fjölskylduna.

Það er engin augljós ástæða fyrir því að fullt starf feli í sér átta tíma vinnudag og 40 stunda vinnuviku. Það er ekkert sem bendir til þess að sá vinnutími sé hagkvæmastur eða bestur fyrir heilsu fólks og hagvöxt. 

„Það myndi muna mestu fyrir mig að ná að sækja fyrr á leikskólann og fá meiri tíma með krökkunum, svo myndi ég fá meiri tíma til að fara út í göngutúra og í fjallgöngur.“

Ingibjörg Alexía Guðjónsdóttir þjónustufulltrúi um hvernig stytting vinnuvikunnar mun nýtast henni. Hún á eitt barn í leikskóla og annað í grunnskóla og segir að með styttingu vinnuvikunnar muni gæðastundum með þeim fjölga.

Gjörbreyttur vinnumarkaður

Vinnumarkaður dagsins í dag hefur gjörbreyst, tækniframfarir hafa verið gríðarmiklar og fjölbreytni starfa er mikil. Sum þeirra eru þess eðlis að það er hægt að vinna þau í 40 tíma á viku án þess að það hafi skaðleg áhrif á meðan önnur stofna heilsu fólks í hættu sé unnið svo lengi.

Þú gætir haft áhuga á þessu

Nýbakaður faðir spenntur fyrir styttingu...

Lesa meira

Auðvitað ánægðari í starfi...

Lesa meira

Kaffipásur ekki á útleið...

Lesa meira