fbpx

Allir heim fyrir klukkan 15

„Allir heim fyrir kl. 15.00,“ var yfirskrift tilkynningar frá Reykjavíkurborg í tilefni óveðursins sem gekk yfir landið um miðjan desember 2019. Ástandið í borginni var óvenjulegt þennan dag. Fjölskyldur sameinuðust á heimili sínu óvenjulega snemma og flestir voru innstillir á gæða samverustund. Fólk bakaði fyrir jólin, spilaði og spjallaði eða horfði jafnvel á jólabíómynd.

Lykilatriði var að enginn átti að vera á ferli eftir klukkan 15 nema brýna nauðsyn hefði borið til. Öllu skreppi var útrýmt; það var ekkert annað hægt að gera.

Það á ekki að þurfa óveður til að fjölskyldur geti varið tíma saman í rólegheitunum heima hjá sér.

Það á ekki að þurfa óveður til að fjölskyldur geti varið tíma saman í rólegheitunum heima hjá sér. Með styttingu vinnuvikunnar gæti fólk átt slíka gæðastund með þeim sem eru þeir kærir í hverri viku.

Óveðrið hafði alvarlegar afleiðingar víða, ekki síst á Norðurlandi, en í borginni minnti það fólk á hversu mikilvægar og allt of sjaldgæfar þessar stundir eru.

Þeir sem hafa upplifað styttri vinnuviku nefna það gjarnan að dagurinn virðist hafa lengst og þau hafi meiri tíma til að staldra við í amstri dagsins. Þá hafi þau aukna orku til að gera eitthvað með fjölskyldu og vinum. 

Frétt Reykjavíkurborgar.

Þú gætir haft áhuga á þessu

Allir heim fyrir klukkan 15...

Lesa meira

Meiri tími með börnunum...

Lesa meira

Athygli út fyrir landsteinana...

Lesa meira