fbpx

Það er til mikils að vinna

Til hamingju með styttri vinnuviku!

BSRB samdi um styttingu vinnuvikunnar í nýjum kjarasamningum og nú er komið að því að innleiða styttinguna. Þú getur haft áhrif á útfærsluna!

Nánar

Þú gætir haft áhugaá þessu

Allir heim fyrir klukkan 15

Lesa meira

Athygli út fyrir landsteinana

Lesa meira

Ekki lögmál að vinna átta tíma á dag

Lesa meira

Enginn vinnur átta tíma á dag

Lesa meira

Hræðsla við breytingar

Lesa meira

Kaffipásur ekki á útleið

Lesa meira

Stytting styrkir tungumálið

Lesa meira

Stytting lýðræðislegt samtal

Lesa meira

Vantar jafnvægi milli vinnu og einkalífs

Lesa meira

Þurfum tíma til að bara vera

Lesa meira

Leiðin til hamingju og hagsældar felst í því að draga skipulega úr vinnu

Hvernig meturðu verðmæti? Minna álag og aukin orka starfsfólks í leik og starfi er staðreynd með styttri vinnuviku.

Tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar hjá ríkinu – Skýrsla um niðurstöður viðhorfskannana og hagrænna mælinga eftir tólf mánaða tilraun af styttingu vinnutíma

Nánar um verkefnið
19%
minni streita
15%
minna álag
20%
minni árekstrar vinnu og einkalífs
21%
minni einkenni kulnunar

Hvað nú?

Eftir áralanga baráttu er loksins komið að því að stytta vinnuvikuna án þess að laun skerðist. Samtalið um hvernig og hversu mikið á að stytta ættu að vera farin í gang á öllum vinnustöðum þar sem unnið er í dagvinnu og á vaktavinnustöðum er unnið að því að aðlaga vaktakerfi og tryggja mönnun. Styttingin á að taka gildi í síðasta lagi 1. janúar 2021 hjá þeim sem vinna dagvinnu og þar á starfsfólk að taka virkan þátt í því að ákveða útfærsluna.

Á vaktavinnustöðum styttist vinnuvikan frá 1. maí 2021 og verður útfærslan miðlæg, enda getur hún kallað á ýmsar breytingar. Þetta verður stærsta breytingin á vinnutíma launafólks í nærri hálfa öld, frá því 40 tíma vinnuvikan var tekin upp. Tökum öll þátt í því að gera drauminn um styttri vinnuviku og fjölskylduvænna samfélag að veruleika.

Nánar